Málflutningur í Lúxemborg

Í byrjun júní héldum við hjá Lögmönnum Laugardal til Lúxemborgar til að flytja mál Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum hf. fyrir EFTA-dómstólnum, en í málinu er tekist á um grundvallaratriði í neytenda- og neytendalánalöggjöfinni.

Fyrir dóminum lágu 6 spurningar. Annars vegar 5 spurningar sem vörðuðu tilskipun um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum og eru þær spurningar sama efnis og í máli Gunnars Engilbertssonar gegn Íslandsbanka hf. en það mál var flutt í byrjun apríl.

Hins vegar varðaði fyrsta spurningin tilskipun um neytendalán og hvort það samrýmdist þeirri tilskipun og lögum um neytendalán að við upplýsingagjöf til neytenda við lántöku væri heildarkostnað lántakenda af verðtryggðum lánum reiknaður miðað við 0% verðbólgu út lánstímann. 

Í ljósi þess að í apríl var flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum þar sem hinar 5 spurningar er varða ósanngjarna skilmála í neytendasamningum og í ljósi þess að hlutverk málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum er fyrst og fremst að svara málsástæðum og rökum annarra aðila að málinu snérist málflutningur að mestu leyti um fyrstu spurninguna.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnun EFTA tóku heilshugar undir málflutning Sævars Jóns í málinu og sögðu ljóst að óheimilt væri að undanskilja nokkurn kostnað sem ekki væri sérstaklega undanskilin þegar reiknaður væri heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar. 

Hér má sjá skýrslu framsögumanns EFTA-dómstólsins í málinu.

Frétt Viðskiptablaðsins frá 10. júní.

Frétt Viðskiptablaðsins frá 17. júní.